Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:31]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmanni virðist vera nokkuð brugðið yfir þessari umræðu vegna þess væntanlega að hann óttast það að þjóðin vilji halda þessum viðræðum áfram. Og það er grundvallarmunur, hv. þingmaður, ekki stigsmunur, á því hvort fólk hægir á sér eða tekur hlé á viðræðum vegna ýmissa þátta eða ákveður einhliða að draga þær til baka. (ÓBK: Það er samningsmarkmið …) Varðandi samningsmarkmiðið tel ég það augljóst að Ísland mun auðvitað vilja halda forræði yfir sínum fiskveiðiauðlindum eins og öðrum auðlindum þó svo að okkur hafi kannski ekki auðnast að skipta gæðunum af þeim með svo réttlátum hætti að hægt sé að halda uppi eins góðu velferðarkerfi og hægt væri. En hv. þingmaður þarf ekki að óttast að Samfylkingin, Viðreisn eða Píratar ætli út í einhvern leiðangur sem leiðir til þess að við förum að gefa frá okkur meiri gæði fyrir minni. Í samningum takast aðilar á og best er auðvitað ef báðir fara frá borðinu ánægðir. En ég treysti a.m.k. þessum þremur flokkum jafn vel og Sjálfstæðisflokknum til að halda hagsmunum Íslands á lofti vegna þess að öll erum við í þessum leiðangri til þess að hagur almennings í landinu batni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)