Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:33]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því að hv. þingmaður, fyrsti flutningsmaður, hafnaði því ekki að það kæmi til greina að það væri samningsmarkmið okkar í sjávarútvegsmálum að hugsanlega að afsala okkur hluta af … (LE: Það er …) [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Í alvöru?)— Það var ekki það sem … (Forseti hringir.) Vertu rólegur hv. þingmaður, vertu rólegur. (Gripið fram í.) Er það svo að … [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Ég bið hv. bið hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að ljúka máli sínu. Þeir komast að síðar.)

Það er greinilegt að það er hiti í fólki. (Gripið fram í.) Er hv. þingmaður að halda því fram að Evrópuþingið hafi misskilið samningsmarkmið ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna þegar kom að þessu? Og er hv. þingmaður að halda því fram að Stefan Füle, þáverandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi farið rangt með þegar hann fullyrti á blaðamannafundi, sem haldinn var í Brussel í júlí 2010, að engar varanlegar undanþágur væru í boði heldur aðeins aðlögun? Er það rangt hjá þáverandi stækkunarstjóra að hér væri ekki um neitt annað að gera en aðlögun að regluverki Evrópusambandsins?