Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[17:43]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef verið þeirrar skoðunar að kaupmáttur á Íslandi sé ekki þeim ríkisstjórnum að þakka sem hafa verið hér við völd heldur baráttu launafólks fyrir auknum kaupmætti. Þannig hefur það verið. En af því að þingmaðurinn minntist á að það sé gott að lifa hérna, væri ekki enn þá betra að lifa hérna ef við gætum aukið stöðugleikann, ef við gætum styrkt gjaldmiðilinn okkar, komið í veg fyrir flökt á gjaldmiðlinum, ef við gætum lækkað verðbólgu og vexti? Væri það ekki til hagsbóta fyrir íslenska þjóð ef við gætum gert þetta? Væri ekki rétt að kanna þessa möguleika og hvort það geti gert að verkum að við getum aukið hér stöðugleika og minnkað verðbólgu, lækkað vexti, lækkað verðlag í þessu landi til að íslenskri þjóð myndi farnast betur í framhaldinu?