Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[18:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Takk kærlega. Bara til að svara hv. þingmanni strax þá tel ég persónulega að við ættum að vita hvað kemur út úr viðræðum. (BHar: Halda áfram með viðræður?) — Halda áfram viðræðum bara til að geta ákveðið hvort við viljum fara inn eða út. Það eina sem Píratar hafa gefið út er að við viljum að þjóðin ákveði hvort haldið verði áfram.

Hv. þingmaður nefndi að það sé athyglisvert hvernig svona kosningar eru og þjóðaratkvæðagreiðslur verða. Það hefur náttúrlega sýnt sig eins og í Bretlandi að stór hluti fólks tók ekki þátt og sér kannski eftir því núna vegna þess að margir af þeim sem kusu að fara úr Evrópusambandinu voru af eldri kynslóðinni sem þarf ekki að lifa með því mjög lengi að vera ekki í Evrópusambandinu. (Gripið fram í.)