Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[19:06]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég er sammála því að heimsmyndin er breytt. Það er stríð í Evrópu. Það er verið að fara að endurskoða öryggisstefnuna. Mun ég styðja að hún verði endurskoðuð? (LE: Þjóðaröryggisstefnu sem grundvallast á veru okkar í NATO.) Það er alveg skýrt og það er í stefnu minnar hreyfingar að Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga. Það hefur líka verið alveg skýrt í þessu stjórnarsamstarfi að við erum í NATO. Við höfum talað mikið fyrir því í áraraðir að við ættum ekki að vera í NATO en við erum þar. Það sem Vinstri græn hafa gert í þeirri stöðu er að við höfum nýtt vettvanginn til að tala fyrir friði (Forseti hringir.) í heimi sem talar mjög fyrir stríði.