Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[19:13]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst gaman að ræða þessi mál og ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Hún brennur mjög heitt fyrir þessu máli og það er hennar trú að þetta sé grundvallarbreyta fyrir heimilin í landinu og fyrirtækin. Ég ber virðingu fyrir því og ég skil það, ég er bara algerlega ósammála. Ég hef búið úti í Evrópu og alveg eins og kom hér fram: Ókei, eru ódýrari kjúklingabringur einhvers staðar? Það er bara svo margt annað sem við þurfum að horfa til.

Hér er vísað í að Úkraína sækist eftir aðild, Finnar. Já, þetta eru landamæraríki, þetta er landið sem er undir árás. Ég bara næ ekki tengingunni við Ísland. Af hverju er það okkar að sækja um aðild núna vegna stríðsins í Úkraínu? Ég bara get ekki borið þetta saman, stöðu þeirra og stöðu íslenskrar þjóðar núna. Ég stend með lýðræðinu (Forseti hringir.) en ég bara sé ekki að þetta sé forgangsmál hjá okkur í dag.