Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[19:17]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mér finnst svolítið snúið út úr málunum. Ég ætla bara að vera alveg skýr: Það er alltaf brjálað að gera hjá öllum ríkisstjórnum úti um allan heim. Er það ekki? Ég er ekki að gera lítið úr því. Ég tel aðildarumsókn að Evrópusambandinu ekki vera á þeim skala að það sé eitthvert forgangsmál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er það sem ég er að segja. Það er fullt af málum sem ég held að mjög mörgum úti í samfélaginu finnist eiga meira erindi t.d. í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ættu að vera afgreidd áður en við förum að sinna því og eyða tíma og peningum í aðildarumsókn sem er mjög vafasamt að sé vilji fyrir bæði hér innan þings og úti í samfélaginu. Ég sé bara ekki að þetta sé forgangsmál. Það er það sem ég er að segja.