Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

framhaldsfræðsla.

136. mál
[15:41]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ráðherrann svaraði því ágætlega hvers vegna þarf að gera þessa breytingu þótt heildarendurskoðun standi fyrir dyrum en hann gleymdi að svara fyrri hluta spurningarinnar sem sneri að samráði við þá aðila sem eiga sæti í stjórn Fræðslusjóðs. Mér þykir skjóta dálítið skökku við, þótt aðeins sé í formi kynningar um áform, að hluti aðilanna, tvö ráðuneyti væntanlega, fái slíka kynningu en ekki aðrir sem að þessum málum koma. Var raunin sú að aðilar vinnumarkaðarins og Félag framhaldsskólakennara hafi ekki fengið sambærilega tilkynningu um þessi áform um lagasetningu? Voru það kannski bara mistök og hefði þá ekki mátt gera það betur?