Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

framhaldsfræðsla.

136. mál
[15:42]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek því sem svo að hv. þingmaður sé í rauninni að leitast eftir hversu víðtækt samráðið hafi verið. Eins og segir í samráðskaflanum þá þótti nægjanlegt að kynna þetta öðrum ráðuneytum. Það er þá yfirleitt gert á vettvangi ráðuneytisstjóra og það var raunin í þessu eftir því sem ég best veit. Ekki var talið þurfa í þessu tilfelli að fara með þetta í opið umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, eins og segir í samráðskafla frumvarpsins, einfaldlega vegna þess að sú breyting sem hér er um að ræða breytir ekki neinu um hvaða fulltrúar verða inni í stjórn fræðslusjóðs. En að því sögðu get ég tekið almennt undir með hv. þingmanni að við eigum að stunda sem mest samráð. Ég held að það hafi ekki verið nauðsyn á því í þessu tilfelli nema með þeim hætti sem hér greinir í frumvarpinu.