Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[17:29]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn. Við erum á sömu blaðsíðu, ég og hv. þingmaður, um að vandinn er að aukast og þetta er vandamál og það þarf að finna út úr því. Mitt sjónarmið er það að mér finnst ekki alveg vera komið nógu langt þetta með að afglæpavæða. Það virðast allir vera sammála um að lögleiða þetta ekki, það er ekki í myndinni þótt það væri kannski eina skynsamlega ákvörðunin. Það þarf bara að hugsa þetta, eins og ég er búinn að segja ítrekað hér í pontu, hæstv. forseti, til enda, ég vil hugsa þetta til enda áður en farið er af stað við að afglæpavæða. Það er ekki búið að finna lausn á þessu máli.