Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[17:34]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er búið að hugsa þetta til enda og hér segir í þessu frumvarpi til laga að skipa skal starfshóp til að hafa eftirlit með því hvaða áhrif afglæpavæðingin hefur á hagi vímuefnaneytenda og gera tillögur til ráðherra um hvernig megi ráðstafa fjárhagslegum ávinningi af lagabreytingum til að styrkja skaðaminnkunar- og forvarnastarf. Við er farin að fara þessa leið. Það eru allir sammála um það, flestir alla vega svo ég viti til, sem starfa með fólki sem eru notendur fíkniefna, að við ætlum að fara skaðaminnkunarleiðina. Við ætlum ekki að krefjast þess að þú fáir ekki þjónustu ef þú ert í einhvers konar neyslu vegna þess að við vitum að það virkar ekki. Við vitum að það virkar ekki og við vitum líka að refsingar, það að refsa fólki, virka ekki. Það er bara skýrt.