Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[18:18]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Berglindi Ósk Guðmundsdóttur fyrir hennar ræðu. Mig langar aðeins bara að spyrja út í eitt, það var aðeins talað um að getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við þetta stóra verkefni. Þá veltir maður fyrir sér öllu því fjármagni sem fer í löggæslu, öllu því fjármagni sem fer í það að refsa þessu fólki og það virkar ekki og það eru afskipti á eftir afskiptum þangað til að fólk verður veikt og getur endað í fangelsi, inni á geðdeildum. Ég skil ekki hvernig er ekki hægt að sjá ávinninginn. Við þurfum að bregðast við en við erum alltaf að bregðast við með því að refsa fólki og ýta því lengra niður í staðinn fyrir að taka það með okkur, taka utan um það og koma fólki upp og út í samfélagið. Meira að segja ungir krakkar upplifa þetta. Þeir eru hræddir við lögregluna. Þú veist ekkert hverjum þú mætir. Sumir eru bara rosa næs og eru ekkert að fara að refsa þér fyrir að vera með eitthvað pínulítið en aðrir ekki. Málið er að þú veist það ekki og það er óvissa, þér gæti verið refsað. Ég er alveg sammála því, stundum er fólki ekki refsað fyrir að vera með neysluskammt en stundum gerist það. Það er óvissan sem gerir þetta erfitt. Ég vil spyrja: Hvað heldur hv. þingmaður að öll löggæslan sem tengist þessum refsingum kosti ríkið?