Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[19:09]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Spurt er: Getum við gert betur? Ég er ekki viss um að við getum gert mikið verr. Ég held að hvert einasta skref sem við stígum í stefnumótun, í að greina þennan vanda, greina þessa ólíku hópa og vinna með faglegum hætti að því að fjölga úrræðum og hafa fjölbreyttari úrræði — allur þessi hópur sem er svo ólíkur innbyrðis þarf bara alls ekki á inniliggjandi sjúkrahúsvist að halda. Mig langar að nefna eitt varðandi þetta. Upp úr 1990, ef ég man rétt, ég man ekki ártalið, var því lokað sem kallað var drykkjumannahæli ríkisins í Gunnarsholti. Það var gagnrýnt mjög mikið og það var sagt: Þetta fólk fer bara í meðferð. En það er bara fullt af fólki sem mun aldrei ná bata og þess vegna verðum við líka að vera með úrræði fyrir það.