Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[19:52]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni síðara andsvar. Af hverju er verið að refsa þessu fólki? Ég taldi okkur vera sammála um að það væri ekki hægt að komast hjá því að refsa fólki fyrir a.m.k. önnur afbrot og gögnin sýna okkur að í miklum meiri hluta, a.m.k. 84%, eru þessi brot fyrir vörslu fíkniefna í tengslum við önnur afbrot. Mín skoðun er sú að það sé vegna þess að ólögleg fíkniefni eru hugbreytandi. Þau hafi áhrif á hegðun fólks og þar af leiðandi séu þessi brot m.a. óumflýjanleg. Ég hef ekki enn þá heyrt talað fyrir því að þessi brot verði gerð refsilaus; umferðarlagabrot, ofbeldisbrot og líkamsmeiðingar, eignaspjöll og þess háttar. Hvað varðar árangurinn fór ég ágætlega yfir það í ræðu minni áðan og þá er ég að vísa til þess undraverða árangurs sem hefur náðst á Íslandi varðandi neyslu barna og ungmenna á fíkniefnum sem hefur stórlega dregist saman frá árinu 1992 þegar mælingar hófust.

(HallM: Það er forvarnastarfinu að þakka, ekki refsingum.)