Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

sala á upprunavottorðum.

[10:53]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég þakka svar hæstv. forsætisráðherra. En það sem ég vildi fá fram frá hæstv. forsætisráðherra er sjónarmið ráðherrans gagnvart því að þetta kerfi verði viðhaft hér til framtíðar. Meginþorri þeirrar orku sem framleidd er á Íslandi er framleidd af opinberum fyrirtækjum þannig að hæg eru heimatökin. Því vil ég spyrja: Telur hæstv. forsætisráðherra ástæðu, m.a. í ljósi — ég veit að ráðherrann þekkir þennan málaflokk vel þó að hún hafi ekki lesið það sem ég vísa hér til. En er ráðherrann tilbúin til að skoða það að það fari af stað vinna sem setji punkt aftan við þá vegferð sem við höfum verið á þannig að þessi áframhaldandi sala aflátsbréfa verði ekki viðhöfð til framtíðar?