Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

skattalegir hvatar vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks.

133. mál
[14:10]
Horfa

Flm. (Ágúst Bjarni Garðarsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Jú, ég er vel meðvitaður um þá tillögu sem liggur fyrir. Ég taldi hins vegar málið brýnt og þekki það ágætlega, komandi af öðru stjórnsýslustigi, sveitarstjórnarpólitíkinni, að við vorum að kljást við þetta ítrekað á kjörtímabilinu sem leið, 2018–2022. Við vorum að fá beiðnir til okkar um að gefa afreksíþróttafólki okkar frí á launum, fólki sem var jafnvel að keppa fyrir hönd þjóðarinnar. Það er kannski hvatinn að þessu máli hjá mér að mér finnst mjög brýnt að við mótum okkur stefnu og förum yfir það að þetta sé almennt bæði á opinberum og almennum markaði og gerist mjög hratt. Ég held að það mál sem við erum hér að ræða geti farið mjög vel með öðrum málum sem liggja fyrir og eru jafnvel í vinnslu í ráðuneytinu.