Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

skattalegir hvatar vegna launa keppnis- og afreksíþróttafólks.

133. mál
[14:18]
Horfa

Flm. (Ágúst Bjarni Garðarsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki annað en þakkað fyrir hrósið frá hv. þm. Jakobi Frímanni Magnússyni. En ég held að þetta sé akkúrat málið eins og hann fór yfir í sínu andsvari, það er mikilvægt að draga þessa hvata fram. Þrátt fyrir að þessi tillaga taki til keppnis- og afreksíþróttafólks þá er hægt að taka þetta með miklu víðari hætti um samfélagið, eins og hv. þingmaður nefndi í sínu andsvari, varðandi tónlistarfólkið og fleiri. En þessi tillaga tekur til íþróttafólks og keppnisíþróttafólks og ég held að það sé, eins og ég sagði reyndar í framsögu minni, mjög brýnt að fá þessa hvata inn sem fyrst til þess að auðvelda íþróttafólki lífið og að það búi ekki við þær áhyggjur sem það hefur þurft að búa við til þessa, atvinnuóöryggi og slíkt, og brýnt að fyrirtæki og stofnanir, hvort sem það er á almennum eða opinberum vettvangi, sjái fram á ákveðna hvata til að fá til sín öflugt fólk sem styður við þeirra starfsemi.