Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 10. fundur,  29. sept. 2022.

samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

86. mál
[15:10]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. 21 þingmaður hefur skrifað undir, en ef við horfum á flokka þeirra sem hafa skrifað undir telst mér svo til að þar sé möguleiki á því að ná allt að 38 þingmönnum í okkar lið þannig að ég stend bara með hv. þingmanni í því að við munum ná þessum fjölda. Við þurfum ekki einu sinni 38 til að ná málinu í gegn.

En mig langar að spyrja hv. þingmann — nú er þetta í sjöunda sinn sem þetta er lagt fram og það virðist því miður ekki fara lengra en bara að fá að fara út til umsagnar þrátt fyrir að við séum með stóran hóp þingmanna sem trúa því að hið rétta sé að banna kjarnavopn. Hverju erum við að stranda á hér innan húss? Og svo í öðru lagi: Af hverju er Ísland ekki að skrifa undir? Er það vegna samninga okkar við Bandaríkin eða vegna veru okkar í NATO? Hvar er boltinn að stoppa hjá friðelskandi land eins og Íslandi?