Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 16. fundur,  13. okt. 2022.

breytingar á aðalnámskrá í grunnskóla.

52. mál
[14:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Þetta er kannski pínulítið til að bera á mig sakir en ekki af mér. Ég vildi bara að biðjast afsökunar á því að hafa kallað lestrarkennsluaðferðina sem var sþróuð á Akureyri drasl. Þetta er mitt tungutak. Ég nota orðið drasl mjög auðveldlega. Að sjálfsögðu er þetta bara hluti af vísindalegu ferli þar sem er komið með tilgátu um það hvernig væri hægt að gera hlutina betur. Það eru gerðar rannsóknir og niðurstöður rannsóknanna voru að það var ekki mikill ávinningur í rauninni af þeirri aðferð. Ég sagði að niðurstaðan hefði verið drasl en í rauninni var þetta bara eðlilegur hluti af vísindalegu ferli þannig að það er ekki alvarlegri skilningur á bak við orðið drasl heldur en það þannig að ég biðst velvirðingar á því ef einhver skilur það sem stærra orð heldur en ég meinti.