153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[15:15]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil bara taka undir ósk hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur um að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra komi hér og taki þátt í þessari umræðu þar sem það er alveg ljóst að þetta skarast við málefnasvið hans, ekki bara almennt heldur beinlínis, vegna ákvæðis sem er í þessu frumvarpi sem er smellt þarna inn til að þeir þingmenn sem almennt myndu kannski ekki sætta sig við þær breytingar sem þarna eru lagðar til geti kyngt þeim og sofið rótt á kvöldin. En það ákvæði er ekki á sviði hæstv. dómsmálaráðherra þannig að ég vil taka heils hugar undir þessa ósk og bíð spennt eftir því að heyra hvað hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur um þetta mál að segja.