153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:04]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Kannski í framhaldi af þessu, ef við horfum á hópinn sem hingað hefur komið frá Venesúela sem menn súpa hveljur yfir þá tekur kærunefndin þarna sjálfstæða ákvörðun samkvæmt ábendingu frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna um að þennan hóp eigi ekki að senda til baka. Mig langar að nefna að á síðustu þremur árum er búið að drepa 20.000 manns bara fyrir það að andmæla ríkisstjórninni þar og ég held að 90% af þjóðinni lifi undir fátæktarmörkum. Mig langar þá að spyrja hv. þingmann hvort það sé eðlilegt að reka þetta fólk heim á sama hátt og við teljum eðlilegt að fólk sem er að flýja erfiðar aðstæður í Úkraínu fái að koma hingað.