153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[17:45]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur fyrir þessa spurningu. Það sem ég set út á varðandi þau atriði sem eru talin upp hér, er að mér finnst þau frekar hafa verið valin vegna þess að þarna hafi verið slegið á putta stjórnvalda áður um að eitthvað hafi ekki verið mannúðlegt eða löglegt eða eitthvað slíkt, frekar en að þau séu þarna til að bæta skilvirkni. Og ég er alveg sammála því sem hv. þm. Eyjólfur Ármannsson sagði hér áðan um t.d. þennan sjálfvirka kærufrest og bara sjálfvirka kæru. Ég sé ekki að það hafi skilvirknisákvæði. Ég gæti nefnt margt annað í þessu frumvarpi eins og það að fólk þurfi að bíða lengur en 12 mánuði eftir úrskurði. Það var hlutur sem var settur inn 2016 eða 2017, ef ég man rétt, sem gerir í rauninni það að verkum að ef ríkið var of lengi að gera hlutina þá fékk fólk bara svar. Þetta eru allt hlutir sem er verið að skera niður.