153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:44]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er bara þingmaður í starfsþjálfun, nýkominn inn á þing og þekki ekki það vinnulag sem er viðhaft þegar svona á sér stað. Ég hélt að ráðherra ætti að mæta í salinn þegar þingheimur krefðist þess að hann kæmi hér til skrafs og ráðagerða en það er kannski vitleysa í mér.

Mér þykir vont að heyra ekki sjónarmið þeirra sem eru að koma málinu áfram. Ég vil hrósa hæstv. dómsmálaráðherra fyrir að lýsa skoðun sinni algjörlega umbúðalaust. Ég veit þá alla vega hvar ég hef manninn en get ekki sagt það um marga aðra sem mæta ekki hingað. Hvar er formaður Framsóknarflokksins? Það er ansi langt síðan ég hef séð hann. Eða formaður Flokks fólksins? Mér finnst skrýtið þegar svona stór prinsippmál eru á dagskrá að við fáum ekki að heyra skoðanir flokkanna.(Gripið fram í: … formaður Viðreisnar?)

(Forseti (LínS): Forseti vill biðja þingmenn um að takmarka umræður sín á milli hér í þingsal og gefa þeim sem er í pontu tækifæri á að tala.)