Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[18:10]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið þó að það hafi kannski ekki innihaldið neina efnislega spurningu til mín í þetta skiptið. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég held að hæstv. ráðherra hafi gengið það til með þessari skýrslu að koma með hana hingað inn í þing til skrafs og ráðagerða, til að reyna að fá umræðu af stað og til að leita leiða til að lágmarka þann skaða, ef svo má segja, sem fyrirsjáanlegur er. Ég hlustaði á ræðu hv. þingmanns hér áðan og heyrði hann segja að hann hefði gaman af flóknum verkefnum. Þetta er svo sannarlega flókið verkefni þannig að ég treysti honum ágætlega til að taka þátt í þessari vinnu.