153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[13:12]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst við erum komin í þessa umræðu um hvað sé skuldað þá eru lögin þannig að skv. 69. gr. á að fylgja verðlagi eða launum, hvort heldur sem hærra er. Það vita allir sem hafa fylgst með þessum tölum að þetta hefur ekki verið raunin. Ég er hins vegar ekki að tala um fortíðina, ég er að tala um yfirstandandi ár og þá staðreynd að þrátt fyrir hækkunina sem átti sér stað á miðju ári þá mætir hún ekki þeirri verðbólgu sem upp er komin. Við áttum okkur á að þetta er hópur einstaklinga sem eru í viðkvæmustu stöðunni í samfélaginu í dag. Við sjáum tölur frá umboðsmanni skuldara sem sýna að aldrei hafa fleiri úr hópi öryrkja leitað eftir fjárhagsaðstoð. Þess vegna ítreka ég spurningu mína: Er ekki ástæða til að fylgja því fordæmi sem var sett í fyrra og mæta þessum kostnaði til að koma til móts við þá verðbólgu sem er nú þegar skollin á þessum heimilum? Er svarið já eða nei?