153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[13:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ástæðan fyrir því að ég bar þetta saman er ekki til að bera saman málaflokkana sem slíka heldur einmitt vegna fullyrðingar ráðherra um raunstöðuna. Það er augljóst að raunstaðan er ekki uppfærð í málaflokki öryrkja. Við höfum séð það og sjáum það bara á forsendunum og á því hver verðbólgan er í raun og veru. Samt er þetta gert annars staðar. Það getur vel verið að undirtala vísitölu eða allir kostnaðaraukar o.s.frv. varðandi búgreinarnar séu nákvæmlega þetta og það sé raunhækkun þar, frábært og í raun er ekkert yfir því að kvarta. En þá kvarta ég yfir því þegar þetta er ekki gert annars staðar á sama hátt ef við horfum til raunhækkunarinnar þar. Af hverju er þetta gert á mismunandi hátt í ólíkum málaflokkum?