Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[22:28]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Guðrúnu Hafsteinsdóttur og formanni efnahags- og viðskiptanefndar fyrir andsvarið. Ég get nú lítið tjáð mig fyrir hönd ríkisendurskoðanda en ég varð var við þetta þegar ég las skýrsluna sjálfur. Ég held að það sé ágætt að taka það fram og draga það sérstaklega fram, eins og ég gerði hér áðan, að niðurstaðan — mér finnst ríkisendurskoðandi mjög fastur á þeirri skoðun — er að salan hafi í raun og veru heppnast vel að því leyti að ríkið hafi fengið mjög gott verð fyrir hlutinn. Varðandi þennan tiltekna þátt sem þingmaðurinn nefnir þá er ég alveg sammála og tek undir að það virðist vera einhver tvískinnungur í þessu. En ég get ekki svarað hver ástæðan fyrir því er.