Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 32. fundur,  16. nóv. 2022.

Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[18:53]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf ekki að lengja þessa umræðu. Ég heyri sjónarmið hv. þingmanns. Ég er bara ósammála þeim og ég held að hv. þingmenn, eins og ég þekki þetta fólk í þessu húsi, hafi haft fulla burði til að eiga opna umræðu um þessi mál. Ályktunin sem ég dreg af því er ekki að þau hafi verið bæld niður af sérfræðingunum. Ályktunin sem ég dreg er að þau hafi tekið upplýsta afstöðu. Þess vegna hafi andmælin hér á vettvangi þingsins við sóttvarnaráðstöfunum ekki verið háværari en raun bar vitni. Ég held einfaldlega að allt þetta fólk hérna inni hafi tekið upplýsta afstöðu út frá gögnum og hafi einfaldlega verið sammála línu stjórnvalda. Þetta er mín ályktun af stöðunni. Hv. þingmaður hefur dregið aðra ályktun og ég ber virðingu fyrir því. Ég er bara hjartanlega ósammála henni.