veiðigjald.
Frú forseti. Já, við erum sammála um þetta og þurfum að beita okkur vegna þess að þarna undir eru ríkir almannahagsmunir. Hins vegar er tilgangur þess frumvarps sem við ræðum hérna ekki að gæta hagsmuna ríkissjóðs, ef svo má segja, heldur fletja út sveiflu. Ég viðurkenni að þegar ég sá þetta frumvarp varð ég fyrir vonbrigðum, af því að ég vonaði að hægt væri að draga fram vilja löggjafans með þessu frumvarpi um að hvetja til fjárfestingar og vilji væri hjá stjórnarflokkunum og ríkisstjórninni til að verja almenning og ríkissjóð fyrir slíkum túlkunum á slæmum aukaverkunum á annars ágætu frumvarpi sem samþykkt var í apríl 2021, en það er ekki gert. Þetta frumvarp sem við ræðum hér er bara til þess að fletja út sveifluna en ekki til annars, ekki til að renna stoðum undir túlkun og vilja löggjafans frá því vorið 2021.