153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

úrræði fyrir heimilislaust fólk.

[15:37]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Nú eru þær tvær og ég hef ekki mikinn tíma en ég vil bara klára þetta með neyslurýmin og varanlegan stað. Það er verið að vinna í þeim málum og við þurfum að vinna að því með Reykjavíkurborg. Það er mjög mikilvægt. Það er líka mjög mikilvægt að draga það fram að Ylja hefur skilað sér mjög vel og vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar. Það er mjög gott úrræði

Ég hygg að hv. þingmaður sé að vísa í umsögn landlæknisembættisins við mál sem er fyrir hv. velferðarnefnd. Ég held að þar sé mjög mikilvægt að draga það fram að einstaklingar sem þurfa á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu að halda fái hana. Það kann að vera að það þurfi einhvers konar skilgreiningar þar en það þarf að vera tryggt og yfir vafa hafið að einstaklingar fái nauðsynlega þjónustu þurfi þeir á henni að halda. (Forseti hringir.) Ég held að það sé verkefni stjórnvalda og löggjafans að tryggja að skilgreiningar (Forseti hringir.) þvælist ekki fyrir í þeim efnum, hvort sem það er neyð eða nauðsyn.