Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:11]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Það er nú bara einu sinni þannig að skattkerfið þarf að þróast miðað við það hvernig tekjur og annað verður til í samfélaginu. Ég ætla að taka mér í munn orð auðkýfingsins Warrens Buffetts sem sagði eitthvað á þá leið að það væri eitthvað að skattkerfi þar sem ritarinn hans borgaði hærri skatta en hann sjálfur en þá var hann þriðji ríkasti maður heims.