Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er markmiðið að vera með alþjóðlega þróunarsamvinnu sem 0,35% af vergri landsframleiðslu en 0,35% af vergri landsframleiðslu eru 12.753 millj. kr. Það er einnig talað um í nefndarálitinu að lagt sé til að veita 1.500 millj. kr. til viðbótar til aðstoðar Úkraínu og að þessi aðstoð sé til viðbótar og sé ofan á þessi 0,35%. Samkvæmt mínum útreikningum, og ég er kannski bara svona slappur í stærðfræði, ættu þetta að vera 14.253 millj. kr., en samkvæmt tillögu meiri hlutans eru þetta einungis 12.882 millj. kr. Tillaga mín gengur sem sagt út á að bæta þessum 1.500 millj. kr. við. Mér sýnist hún ekki vera á leið í samþykkt en ég mæli með því a.m.k. að þetta sé ítarlega skoðað í fjárlaganefnd á milli umræðna.