Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[23:37]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og langar að spyrja aðeins dýpra. Nú virðist vera eins og þetta frumvarp sé ákveðið samansafn, þ.e. að í 1. og 3. gr. sé verið að breyta hlutum án þess að mikil rök séu gefin. En svo virðist vera sem í 2. gr. og hluta III. kafla sé hins vegar verið að innleiða Evrópusambandsreglugerðir. Mig langaði aðeins að heyra frá hv. þingmanni, þar sem hann hefur lært aðeins meira í lögfræði en ég og kannski farið dýpra í þessu. Einhver kallaði þetta að gullhúða reglugerðirnar, bæta inn sérstökum hlutum þegar verið er að innleiða hluti frá Evrópusambandinu, þeim hlutum sem aðilum finnst líka mega vera. Mig langar að heyra frá hv. þingmanni hvort hann geti hugsað sér upp einhver rök fyrir því hvers vegna við erum að breyta þessu. Græða einhverjir á því að hafa þetta? Þá er ég ekki að spyrja um þau rök sem eru gefin í greinargerðinni af því að við erum búin að heyra að þau eru engin. En hvernig gæti þetta hjálpað einhverjum að gera eitthvað sem kannski er ekki af hinu góða?