Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

fjárframlög til fjölmiðla.

[15:08]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ég ætla kannski einmitt að gera athugasemd við fundarstjórn forseta, þ.e. nú er verið að færa umræðu undir hatt fundarstjórnar forseta, umræðu sem var hér í fjóra daga og þá lá það fyrir sem hér er gert að umtalsefni. Í fjóra daga höfðu menn sem sagt tækifæri til að gera þær athugasemdir sem hér koma fram undir hattinum fundarstjórn forseta. Ég bar þá von í brjósti þegar ég gekk hér inn fyrir nokkrum mínútum að við gætum tekið höndum saman og náð að afgreiða þau mál sem fyrir liggja og er ágæt samstaða um þó að okkur greini á um einhver ákveðin atriði. (Forseti hringir.) Það hefur verið gert og það geri ég a.m.k. í góðri trú og trausti (Forseti hringir.) sem ég hef ekki talið ástæðu til annars en að ganga út frá að sé gagnkvæmt.