Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[15:16]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Eyjólfi Ármannssyni varðandi þá punkta sem komu fram hjá honum. Við bentum á þetta í umræðu um frumvarpið fyrr í vikunni. Eins geri ég athugasemd við að þetta er frekar takmarkandi og tek undir með umsagnaraðilum eins og Viðskiptaráði Íslands, aldrei þessu vant, og ég tel að við hefðum betur mátt hlusta og taka mið af þeirra umsögnum í stað þess að leiða þetta hjá okkur af því að þetta gæti verið takmarkandi. Ég geri einnig þá athugasemd að mér finnst svolítið skrýtið að þetta nái bara til aðalfunda en ekki hluthafafunda.