Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[15:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér er ég með breytingartillögu, eða Flokkur fólksins, um að „allt að“ hverfi út, að við tryggjum að þessir 50 samningar sem við erum að tala um komi til framkvæmda, að við verðum ekki eina ferðina enn með 40 samninga og einn, sá sem er nr. 41, fái ekki neitt. Það er mjög illa gert gagnvart þessu fólki vegna þess að það gerir sér enginn grein fyrir því fyrr en hann er í þessari aðstöðu hversu mikilvægt er að fá þessa þjónustu. Ég sé að þetta verður ekki samþykkt þannig að enn eina ferðina erum við að — við erum að fresta þessu máli til tveggja ára núna. Við höfum alltaf verið að fresta þessu um eitt ár í senn. Núna óttast ég það helst að enn eitt skiptið verðum við, eftir tvö ár, með langt frá því 145 samninga, hvað þá 172, og þá þurfum við að koma enn einu sinni að fresta og það er ljótt gagnvart þessu fólki.