Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

frumvarp um útlendinga.

[14:18]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka undir með hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur. Það er algerlega ekkert annað en tímaeyðsla ef þegar er búið að ákveða einhverjar breytingar án þess að við þingheimur séum látin vita af þeim. Þetta er eins og að koma með fjárlagafrumvarp að hausti og segja: Við ætlum að eyða peningum en þau fá að vita seinna hvernig. Mig langar að óska eftir því við hæstv. forseta að hann ræði við hæstv. forsætisráðherra um þetta og horfi á það hvort kannski þurfi að kalla málið aftur inn í nefndina í miðri umræðu.