Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

frumvarp um útlendinga.

[14:24]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég óskaði reyndar eftir því að bera af mér sakir þar sem hér er verið að kalla það sem ég segi sýndarmennsku. Ég sagði að forgangsröðin væri ekki rétt innan stjórnarflokkanna, að takast mætti á við neyðarástandið í heilbrigðiskerfinu, verðbólguna og margt annað áður en þetta frumvarp færi hér í gegn. Það er nákvæmlega stjórnarmeirihlutinn sem hefur það dagskrárvald að setja forgangsröðina. Og þegar kemur að sýndarmennsku þá spyr ég mig: Er það ekki sýndarmennska að láta umræður ganga áfram um mál þegar vitað er að gera á breytingar á því og að þær breytingar séu ekki kynntar þinginu þannig að við getum talað hreint út um hlutina en ekki sé (Forseti hringir.) verið að fela málið á bak við einhverja sýndarmennsku stjórnarmeirihlutans?