Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:39]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir kröfu hv. þingmanna Andrésar Inga Jónssonar og Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, um að ráðherra komi og taki þátt í umræðunni. Ég kalla líka eftir því að fleiri þingmenn stjórnarflokkanna taki þátt í umræðunni, þar sem málin eru engan veginn útrædd. Hér hafa margir þættir þessa máls varla verið ræddir og mörgum spurningum er enn ósvarað. Ég kalla eftir því að fá fleiri inn í umræðuna þannig að hún geti þá orðið gagnlegri og skilvirkari, en skilvirkni er einmitt eitt af því sem við erum að leita að. Skilvirk umræða hlýtur að kalla á aðkomu fleiri aðila þannig að hún megi einmitt verða skilvirk.