Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

svör við fyrirspurnum.

[15:56]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég bið forseta alls þingsins um að taka ekki þátt í kennitöluflakki ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Það er ekki boðlegt að þetta sé stundað með þessum hætti, að þurrka út alla ábyrgð bara af því að maður er kominn með nýja kennitölu. Það er ekki í boði. Ég bið forseta um liðsinni. Ég er ekki að biðja forseta um að svara fyrir hönd ráðherra í ríkisstjórn, allra 12 ráðherra, eða hvað þeir eru margir hverju sinni. Ég er bara að biðja um að hann tryggi að þó að við fáum ekki svör hér í óundirbúnum fyrirspurnatímum, að við fáum a.m.k. svör við skýrum fyrirspurnum sem eru hérna skriflegar. Hann er forseti alls þingsins og það er ekki hægt að bjóða okkur upp á hvað sem er.