Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 87. fundur,  27. mars 2023.

staðan í heilbrigðiskerfinu.

[15:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Hann er með stóra spurningu: Hvernig á að leysa málið? Við verðum auðvitað að halda aðeins athyglinni á því hvað við erum að takast á við. Erum við með gott heilbrigðiskerfi? Já, við erum með framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Er mikið álag? Já, það er mikið álag og er búið að vera viðvarandi álag. Er þetta einstakt í heiminum, það sem við erum að kljást við, vaxandi þörf fyrir fleira fólk til að sinna þjónustunni, fleiri legurými, öflugri snemmgreiningar? Nei, það er ekki einstakt og við erum að reyna að vinna með það. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum lítið að tala um þau kraftaverk sem eru unnin á hverjum einasta degi í okkar heilbrigðiskerfi. Megum við missa okkur þangað að fara að hugsa að þetta sé er orðið gott? Nei. Ég tek undir með hv. þingmanni að því leytinu til. Við verðum auðvitað að vinna og gera allt sem við getum til þess að efla snemmgreiningar, forvirkar aðgerðir, nýta tæknina, fjölga fólki í námi og (Forseti hringir.) styrkja og styðja öflugt heilbrigðiskerfi sem er fyrir, vegna þess að það er risaáskorun að halda í öflugt heilbrigðiskerfi. Fer eitthvað úrskeiðis, því miður, og er það viðkvæmt? (Forseti hringir.) Já, það er það og maður hefur auðvitað fulla samúð með því í þeim tilvikum þegar það gerist.