Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:11]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið. Ég verð nú að gefa mér smá tíma til þess að skoða þann hluta greinargerðarinnar sem snýr að spurningu hæstv. ráðherra. En í prinsippinu er ég þeirrar skoðunar að við hér á Alþingi eigum í meginatriðum að geta sett löggjöf sem við teljum skynsamlegasta fyrir hag lands og þjóðar. Í þeim dæmum sem hæstv. ráðherra vísar hér í að séu rædd í greinargerð þá þarf ég að skoða það sérstaklega en ég gef mér að það séu gild rök fyrir því að sú leið hafi verið farin í þeim tilvikum. En grunnsvarið er: Við eigum hér á Alþingi að geta sett þær reglur, lagareglur, sem gagnast hagsmunum lands og þjóðar best. Ég vona að þetta svari prinsipplega spurningu hæstv. ráðherra.