Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

málefni hælisleitenda.

[15:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Það er auðvitað svolítið sérstakt að þegar vitað er af heilli flugvél á leið sem er búið að selja sérstaklega í, á þeim forsendum sem hér hefur verið sagt frá, þá flaggi slíkar upplýsingar engum rauðum flöggum. En mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra í seinni umferð varðandi það að í fyrra komu, eins og þekkt er, 1.200 manns frá Venesúela til að sækja um hæli á Íslandi. Á sama ári komu fimm til Danmerkur. Sér hæstv. ráðherra fyrir sér að ef mál fara svo að niðurstaða Útlendingastofnunar verði staðfest fyrir kærunefnd útlendingamála þá verði þróun umsókna hér á Íslandi með viðlíka hætti og við sjáum í Danmörku, að því gefnu að regluverk verði samræmt eins og hæstv. ráðherra kom inn á?