Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 118. fundur,  7. júní 2023.

undanþága vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu.

[12:03]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Forseti. Ég kem hingað upp af sömu ástæðu og fyrri þingmaður til að ræða það sem virðist vera að íslensk stjórnvöld ætli að setja sig í sérflokk þegar kemur að aðstoð við Úkraínu og það ekkert sérlega eftirsóknarverðan sérflokk, eina vestræna ríkið sem ekki virðist ætla að framlengja táknræna en þó mikilvæga aðstoð við Úkraínu sem, svo ég vitni í vinsælt orðalag frá flestum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, er að berjast fyrir okkar gildum við afturhaldsöfl Pútíns. Þetta er mikilvægt mál. Þetta er búið að velkjast um í stjórnkerfinu í einhverjar vikur. Undanþágan er runninn út, undanþága til að flytja inn tollfrjálst alifuglakjöt. En það truflar. Við getum ekki veitt þá aðstoð. Ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt. (Forseti hringir.) Ég neita að trúa því.