154. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2023.

atvinnuleysi meðal fólks af erlendum uppruna.

[15:52]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra sérstaklega vel fyrir svarið. Við höfum svo sem átt orðastað um mikilvægi þess að stíga þarna þétt inn og ég fagna sérstaklega þessari vinnu sem er í gangi. Annað sem kemur upp í hugann þegar við horfum á þennan hóp, sem hlutfallslega er stærri en hann ætti að vera, eru samskiptin m.a. við sveitarstjórnarstigið. Veruleikinn er sá að það er alltaf einhver hópur, því miður allt of stór, sem klárar sitt tímabil á atvinnuleysisbótum og endar þar af leiðandi á framfærslu sveitarfélaga. Við erum að reyna að vinna að því að svo verði ekki og reyna að koma fólki hratt og örugglega út í samfélagið. Mig langar að vita hvort það sé einhvers konar vinna í gangi, samstarfsvinna milli ráðuneytisins og sveitarstjórnarstigsins, til þess að reyna að skoða betur hvernig (Forseti hringir.) hægt er að koma til móts við þennan hóp í ljósi þess að hann er sannarlega í viðkvæmri stöðu heilt yfir.