154. löggjafarþing — 24. fundur,  7. nóv. 2023.

vopnalög.

349. mál
[15:15]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Í þessum lagabreytingum sem hér eru lagðar fram er eingöngu verið að taka á skotvopnum og skotvopnaeign, ekki bogfimi. Ég tek bara undir orð hv. þingmanns að það geti verið ástæða til að skerpa sérstaklega á því og þá munum við skoða það í framhaldinu, enda hef ég sagt hér í fyrra andsvari að ráðherra telur eðlilegt að þegar komin er reynsla á þessar lagabreytingar þá fari fram heildarendurskoðun á lögunum.