154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[13:24]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Ég er bara sammála hv. þingmanni um að hér eftir sem hingað til þarf að fylgjast með stöðu mála, fylgjast með hvernig þær ráðstafanir sem við erum að grípa til með lögum hér á Alþingi eru að virka fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Grindavík og vera með augun opin fyrir því hvort það sé eitthvað annað eða öðruvísi eða meira sem rétt væri að gera. Ég vona að við berum gæfu til þess meðan við erum í því óvissuástandi sem nú er, vegna þess að við vitum ekki hvernig náttúran mun haga sér, að vinna saman í þessum málum líkt og við höfum gert hingað til. Ég held að það skili þegar upp er staðið bestum árangri.