154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[15:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég taldi til niðurfellingar vegna tímabundnu framlaganna, 1,5 milljarðar, og viðbótina í þjóðaróperuna og starfslaun listamanna. En ég nefndi líka þessa aðhaldskröfu sem var þarna upp á milljarð. Eins og hæstv. ráðherra segir þá er að koma viðbót upp á tæpan hálfan milljarð vegna starfslaunanna og vegna þjóðaróperunnar er burt fer síðan milljarður. Það er sem sagt tvöfalt. Þjóðaróperan og starfslaunin fara út — og aftur — til móts við það sem kemur inn fyrir þjóðaróperuna og starfslaunin. Mér finnst dálítið óþægilegt að sjá bara almenna aðhaldskröfu upp á milljarð. Það er 5% af þessu málefnasviði. Ég veit ekki hvaðan það kemur. Er bara þvert skorið af öllu, líka nýju viðbótunum eða er foraðhaldskrafa á þeim upphæðum eða hvað?