154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[20:00]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Við höfum verið skýr í okkar málflutningi. Við hér sem þing höfum sömuleiðis gefið út skýr skilaboð. Í aðgerðum okkar og ákvörðunum höfum við líka aukið við stuðning, fjárhagslegan stuðning, í ýmsu formi til að koma inn á svæðið. Hv. þingmaður kallar hér eftir því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Ég er ósammála því að rétt sé að gera það. Við höfum ekki einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Við getum ekki sent sendiherrann heim því að það er enginn sendiherra Ísraelsríkis hér. En við höfum komið okkar skilaboðum á framfæri, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi. Því miður er staðan einfaldlega sú að Ísland er ekki í aðstöðu til að geta neytt þau til að framfylgja þessum úrskurði. En við höfum verið skýr í okkar málflutningi, bæði í orði en sömuleiðis í aðgerðum, og höfum bætt í þann stuðning og munum áfram þurfa að gera það.