154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

lengd þingfundar.

[13:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er klassískt að þingfundir lengist þegar fer að nálgast þinglok og allt gott og blessað með það. En nú er búin að vera u.þ.b. tveggja tíma seinkun á þingfundi í dag, núna strax, einmitt út af svona smá skipulagsleysi hjá meiri hlutanum. Mig langaði bara til að spyrja forseta: Hvað er planið að vera lengi í kvöld? Því að við vitum það öll að þetta snýst allt um það þegar allt kemur til alls hvenær þinglokasamningar klárast og meiri hlutinn er ekki einu sinni byrjaður að nálgast stjórnarandstöðuna varðandi samningaviðræður o.s.frv. Þannig að eins og er þá er boltinn í höndum forseta að glíma við þetta mál og það væri ágætt ef forseti myndi taka af skarið.